English

Ottó Guðjónsson lýtalæknir

Ennislyfting

Ertu að hugsa um ennislyftingu?

Ennislyfting er aðgerð sem getur gefið fólki yngra og ferskara útlit á svæðinu fyrir ofan augun. Aðgerðin felst í að lyfta augnabrúnum sem eru farnar að síga og slétta um leið úr ennishrukkum sem geta látið fólk virðast reitt, sorgmætt eða þreytulegt. Ennið verður sléttara og útlitið betra í heild. Ef þú ert að hugsa um ennislyftingu gætu þessar upplýsingar veitt þér grundvallarskilning á aðgerðinni - í hvaða tilfellum hún getur hjálpað, hvernig hún fer fram og við hvaða árangri þú getur búist. Þær svara sennilega ekki öllum spurningum þínum, þar sem margt er einstaklingsbundið varðandi skurðaðgerðir. Spyrðu læknirinn endilega ef þig langar að vita eitthvað meira.

enn1 enn2
Fyrir og eftir ennislyftingu.

Er ennislyfting lausnin fyrir þig?

Ennislyfting er yfirleitt gerð á einstaklingum á aldrinum 40-60 ára til þess að draga úr sýnilegum öldrunareinkennum. Aðgerðin getur þó gagnast fólki á öllum aldri sem hefur fengið hrukkur á ennið eða milli augnanna vegna mikils álags eða vöðvaþreytu. Einstaklingar með ættareinkenni, t.d. signar og þungar augabrúnir eða áhyggjuhrukkur á milli augnanna, geta öðlast líflegra útlit með ennislyftingu. Oft er ennislyfting framkvæmd um leið og andlitslyfting. Augnlokaaðgerð (blepharoplasty) er gjarnan gerð um leið og ennislyfting, sérstaklega ef sjúklingur er með húðfellingu ofan við augun. Oft kemur fyrir að sjúklingar sem halda að þeir þurfi á augnlokaaðgerð að halda komast að því að ennislyfting hentar þeim betur.
Hafðu í huga að ennislyfting getur bætt útlit þitt og sjálfstraust en hún þarf ekki endilega að gjörbreyta útliti þínu eða verða til þess að fólk umgangist þig á annan hátt. Áður en þú tekur þá ákvörðun að gangast undir skurðargerð þarftu að endurskoða væntingar þínar og ræða þær vel við lækninn.

     

Áhættuþættir

Hliðarverkanir eru sjaldgæfar og yfirleitt minniháttar þegar um ennislyftingu er að ræða hjá reyndum fegrunarskurðlækni. Samt verður sjúklingur að gera sér grein fyrir áhættuþáttum.
Í einstaka tilfellum geta taugarnar sem stýra hreyfingum augnabrúnanna skaddast, öðrum eða báðum megin, þannig að eiginleikinn til að lyfta augabrúnunum eða hrukka ennið minnkar eða tapast. Einnig gæti hárlos átt sér stað umhverfis örið hjá einstaka sjúklingum.
Mjög algengt er að sjúklingar tapi tilfinningu meðfram örinu og sitt hvoru megin við það. Þetta gengur yfirleitt yfir á skömmum tíma en einstaka sjúklingar tapa tilfinningunni til frambúðar. Sýkingar og blæðing eru ákaflega sjaldgæf fyrirbæri en geta átt sér stað. Þú getur dregið úr áhættunni með því að framfylgja nákvæmlega leiðbeiningum skurðlæknis, bæði fyrir og eftir skurðaðgerð..

Að ákveða skurðaðgerð

Til þess að átta þig betur á áhrifum skurðaðgerðar á útlitið, skaltu standa framan við spegil og leggja lófana flata rétt fyrir ofan gagnaugun og ofan við augnabrýrnar. Dragðu húðina gætilega upp á við til að lyfta augnabrúnunum og enninu. Þannig getur þú séð nokkurn veginn hvað ennislyfting getur mögulega gert fyrir þig.
Læknirinn skoðar andlitið á þér, húðina og beinabygginguna undir henni. Á meðan á viðtalinu stendur ræðir hann hvað þú vilt fá út úr aðgerðinni og spyr þig ýmissa spurninga varðandi lyfjatöku eða líkamsástand sem gæti haft áhrif á útkomu aðgerðarinnar, t.d. ómeðhöndlaðan og of háan blóðþrýsting, blóðtappa eða ófullkomna örvefjamyndun.
Láttu lækninn endilega vita ef þú hefur áður farið í fegrunaraðgerð, hvort þú reykir eða takir inn einhver lyf eða önnur efni - þ.á.m. magnýl eða annað sem hefur blóðþynnandi áhrif.
Ef þú ákveður að fara í ennislyftingu mun læknirinn útskýra aðferðina, svæfinguna, aðstöðuna, áhættuna og kostnaðinn sem aðgerðin hefur í för með sér. Ekki hika við að spyrja lækninn um hvað sem þér liggur á hjarta, sérstaklega hvað varðar væntingar þínar og áhyggjur af skurðaðgerðinni.

Efst á síðu.

Undirbúningur fyrir skurðaðgerð

Læknirinn gefur þér leiðbeiningar um hvernig þú getur best undirbúið þig, m.a. hvað þú mátt borða og drekka, varðandi reykingar og inntöku á lyfseðilsskyldum og annars konar lyfjum. Yfirleitt gildir sú regla að vera fastandi frá miðnætti daginn fyrir aðgerðina. Slepptu því að reykja í a.m.k. 4 vikur fyrir aðgerð. Ef þú fylgir þessum leiðbeiningum nákvæmlega fækkar áhættuþáttum við aðgerðina og batinn gengur betur fyrir sig.
Ef þú ert með mjög stutt hár er e.t.v. betra að leyfa því að vaxa fram að aðgerðinni þannig að það nái að hylja örið eftir skurðinn. Gerðu ráðstafanir til að einhver sæki þig á skurðstofuna og sé þér innan handar í 1-2 daga eftir aðgerðina. Efst á síðu.

Skurðstofa, svæfing og aðgerð

Áður en aðgerð hefst fær sjúklingur kæruleysissprautu hjá svæfingarlækni og er síðan svæfður.
Fyrir aðgerðina er hárið sett í teygjur sitt hvoru megin við skurðlínuna. Hársvörðurinn er ekki rakaður en e.t.v. þarf að klippa hárið næst skurðinum. Í flestum tilvikum er skurðurinn látinn liggja frá eyra til eyra, þ.e. hann byrjar rétt ofan við eyra og fylgir slóð sem líkist „heyrnartólum“ yfir að hinu eyranu. Örið sést yfirleitt ekki, þar sem það lendir í hársverðinum. Þeir sem eru með mjög hátt enni eða há kollvik, fá skurð rétt framan við hársvörðinn þannig að ennið hækkar ekki meira en orðið er. Sjúklingur getur breytt hárgreiðslunni til að fela örið, t.d. verið með topp. Þeir sem eru með skalla eða mjög þunnt hár eru yfirleitt skornir efst á höfðinu, eftir eðlilegri lögun höfuðkúpunnar.
Eftir að skorið er, er húðinni á enninu lyft varlega, þannig að hægt sé að fjarlægja vefinn undir honum og breyta eða lagfæra vöðvana í enninu. Síðan er augnabrúnunum lyft og aukahúð skorin af á skurðarstað til að gefa unglegra og mýkra útlit. Loks er saumað fyrir skurðinn. Yfirleitt eru léttar umbúðir settar á skurðinn. Skola má úr hárinu eftir 2 daga. Efst á síðu.

Eftir aðgerðina

Flestir sjúklingar finna fyrir doða og tímabundnum óþægindum umhverfis skurðstaðinn en hægt er að draga úr þeim með lyfjum sem læknirinn skrifar upp á. Sjúklingar sem oft þjást af höfuðverk þurfa e.t.v. önnur lyf sem auðvelda batann.
Sumum reynist vel að halda höfðinu hærra en líkamanum í 2-3 daga eftir aðgerð til þess að minnka bólguáhrif. Bólgan getur líka komið í kinnar og augu - en hún ætti að hverfa á 2-3 vikum. Þegar taugarnar byrja að jafna sig getur doðinn í hársverðinum breyst í kláða sem getur varað í allt að sex mánuði. Saumar eru yfirleitt fjarlægðir í tveimur þrepum, 5-7 dögum eftir aðgerð. Eitthvert hárlos getur orðið umhverfis skurðinn og hárið verið aðeins þynnra í smátíma. Eftir nokkrar vikur eða mánuði verður hárvöxtur aftur orðinn eðlilegur. Hárlos til langframa er afar sjaldgæft

Efst á síðu.

Fullum bata náð

Eftir u.þ.b. þrjá daga verður þér farið að líða betur en þó er ráðlagt að taka því rólega fyrstu vikuna eftir uppskurð. Óhætt er að fara í sturtu og þvo hárið tveimur dögum eftir aðgerðina en fara skal varlega í kringum sárið.
Flestir sjúklingar eru komnir aftur til starfa eða náms innan viku til tíu daga. Forðast ætti mikla líkamlega áreynslu í nokkrar vikur, m.a. hlaup, að beygja sig áfram, erfið heimilisverk, kynlíf eða annað sem gæti hækkað blóðþrýsting. Sjúklingur skyldi ekki vera lengi í hita eða sólskini næstu mánuðina eftir uppskurð. Helstu sjáanleg einkenni eftir skurðinn ættu að hverfa eftir u.þ.b. þrjár vikur. Minni háttar bólgu eða mar er hægt að fela með andlitsfarða. Skömmu eftir aðgerðina finnurðu e.t.v. fyrir meiri þreytu en venjulega, en þú munt finna fyrir aukinni orku þegar útlitið og heilsan fara að batna. Efst á síðu.

Nýja útlitið

Flestir sjúklingar eru ánægðir með árangurinn af ennislyftingunni. Stundum hafa þeir ekki gert sér grein fyrir hversu miklu máli hrukkótt enni skiptir fyrir útlitið þar til þeir sjá hve miklu yngri og áhyggjulausari þeir líta út eftir aðgerðina. Enda þótt ennislyfting geti ekki stöðvað framrás tímans getur hún dregið úr sjáanlegum áhrifum öldrunar í fleiri ár.

Ottó Guðjónsson.

Sérgrein:
Lýta- og fegrunaraðgerðir
Aðsetur:
Álfheimar 74, 7. hæð, 108 Reykjavik
Sími:
515 1600
 
Sérgrein:
Lýta- og fegrunaraðgerðir
Aðsetur:
Álfheimar 74, 7. hæð, 108 Reykjavik
Sími:
515 1600